Í viðræðum við „mjög stóra bandaríska aðila“

Á undanförnum árum hafa mörg erlend kvikmyndaverkefni komið til Íslands.
Á undanförnum árum hafa mörg erlend kvikmyndaverkefni komið til Íslands. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við erum í viðræðum við mjög stóra bandaríska aðila sem við teljum mjög líklegt, þegar frumvarpið verður samþykkt á þingi, að komi hingað, jafnvel í lok árs,“ segir Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth og formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda, um frumvarp til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

Með frumvarpinu, sem samið er í menningar- og viðskiptaráðuneytinu, eru lagðar til breytingar á núgildandi lögum þar sem hlutfall endurgreidds framleiðslukostnaðar verður nú 35% fyrir afmörkuð stærri verkefni. Skilyrði þess eru að framleiðslukostnaður viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefnis nemi að lágmarki 200 millj. kr., tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 og að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu sé að minnsta kosti 50. Þetta er sérstaklega gert til að laða hingað stór kvikmyndaverkefni.

Kristinn segir að ekki sé hægt að upplýsa um hvaða aðila sé að ræða en bendir hins vegar á þegar hann er spurður að aðilinn sé á stærð við HBO. „Það eru verkefni í pípunum og hjá fleirum hef ég heyrt. En hjá okkur er sérstaklega eitt stórt verkefni sem er mjög nálægt því að detta inn,“ segir hann og bætir við að þetta skapi grundvöll til að byggja fleiri stúdíó á Íslandi.

„Þegar stúdíóin eru orðin kannski tvö eða þrjú á Íslandi þá er kominn grundvöllur fyrir að taka á móti svona stórum verkefnum og skila þeim af okkur með sóma.“

Hann segir fyrirhugaðar breytingar vera jákvæðar og að þær muni gjörbylta kvikmyndabransanum á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK