Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri

Starfsfólk bíður spennt og til þjónustu reiðubúið eftir fyrstu viðskiptavinunum …
Starfsfólk bíður spennt og til þjónustu reiðubúið eftir fyrstu viðskiptavinunum á Norðurtorgi. Ljósmynd/Aðsend

Ný matvöruverslun Bónus hefur verið opnuð í verslunarkjarnanum Norðurtorgi á Akureyri. Verslunin er rúmlega 2.000 fermetrar og er staðsett við hliðina á Rúmfatalagernum og Ilva.

Þetta segir í tilkynningu frá verslunarkeðjunni.

Fyrir var Bónus með tvær verslanir á Akureyri, annars vegar við Langholt og hins vegar Kjarnagötu. Nýja verslunin á Norðurtorgi er því þriðja Bónus verslunin á Akureyri.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, fagnar opnuninni og segir svæðið „framtíðarverslunarsvæðið á Akureyri“.

Verslun á grænum grunni

„Gott aðgengi er að versluninni sem er með fjölda bílastæða og rafhleðslustöðvar. Nýja versluninn er byggð á grænum grunni og þar er að mörgu að huga,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum í tilkynningunni.

Dæmi um hinn „græna grunn“ sem Guðmundur nefnir séu meðal annars  íslenskir koltvíoxíð-kælimiðlar fyrir kæli- og frystivélar, frá Hæðarenda í Grímsnesi.

Þá er rúmgott svæði til sorpflokkunar þar sem viðskiptavinir geta endurunnið umbúðir strax og þeir koma úr versluninni.

Einnig eru Led lýsingar sem spara orku í allri versluninni, bæði að utan sem innan,“ er haft eftir Guðmundi.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK