Einn besti samningur Kviku

Marninó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku.
Marninó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku. mbl.is/Árni Sæberg

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, segir í samtali við Morgunblaðið að samningur sem Kvika gerði um kaup á ákveðnum hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags Valitors og Rapyd, sé að hans mati, einn sá besti sem bankinn hafi gert. Fjárhagslega sé hann gríðarlega hagkvæmur fyrir bankann.

„Samningurinn opnar á mikil tækifæri í framtíðinni. Því tel ég að þetta geti orðið einn besti samningur sem við höfum gert á undanförnum árum,“ segir Marinó.

Eins og lesa má um á vef Samkeppniseftirlitsins var markaðshlutdeild sameinaðs félags allt að 75%. Með sölunni til Kviku fer hún marktækt niður fyrir 50%.

Marinó segir að á undanförnum árum hafi Kvika markvisst unnið að því að fjölga og byggja upp tekjustoðir félagsins og þessi samningur sé enn ein varðan á þeirri leið. „Umhverfi fjármálafyrirtækja er að breytast og stefna Kviku er að vera virkur þátttakandi í þeim breytingum. Þessi samningur mun gera það að verkum að við verðum í einstakri stöðu til þess að bjóða fyrirtækjum upp á áhugaverðar lausnir og auka samkeppni í greiðslumiðlun og í annarri fjármálaþjónustu.“

Tilkynnt 1. júlí 2021

Sala Arion banka á færsluhirðingu Valitors til Rapyd, sem tilkynnt var upphaflega um 1. júlí 2021, var samþykkt í gær af Samkeppniseftirlitinu. Það var gert með því skilyrði að að Rapyd selji ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags til Kviku banka, eins og hér hefur verið greint frá.

Fyrirvarar samkomulagsins teljast þó enn sem komið er ekki að fullu uppfylltir þar sem formlegt samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á kaupunum liggur ekki fyrir. Væntur hagnaður Arion banka vegna sölunnar, að frádregnum sölukostnaði, er áætlaður um fimm milljarðar króna, eins og fram kemur í tilkynningu frá Arion.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK