Nanitor tryggir sér 220 milljóna fjármögnun

Starfsfólk Nanitor.
Starfsfólk Nanitor.

Íslenska netöryggisfyrirtækið Nanitor hefur tryggt sér 220 milljóna króna fjármögnun frá Brunni með þátttöku einkafjárfesta. Fjármagnið verður nýtt til stækkunar á erlendum mörkuðum en fyrir eru viðskiptavinir Nanitor meðal annars Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. 

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Nanitor þróar netöryggislausnir og sérhæfir sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK