Brim hagnast og gefur starfsfólki hlutabéf

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Brims nam á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 26,4 milljónum evra, um 3,8 milljörðum króna ef tekið er mið af meðalgengi tímabilsins, samanborið við 10,9 milljónir evra á sama tíma í fyrra.

Í uppgjörstilkynningu frá félaginu kemur fram að loðnuvertíðin í ár var mun umfangsmeiri en í fyrra og að góð verð hafi verið á botnfiskafurðum.

Tekjur félagsins hækkuðu nokkuð á milli ára og námu á fyrsta ársfjórðungi 94 milljónum evra, um 13,5 milljarðar króna, samanborið við 71 milljón evra í fyrra. Tekjuaukningin er því 31%.

Eignir félagsins hækkuðu um 55 milljónir evra frá áramótin og námu í lok fyrsta ársfjórðungs 851 milljón evra. Eigið fé í lok tímabilsins var 398 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 46,8%. Heildareignir félagsins námu 851 milljón evra í lok tímabilisins.

Hagnaður fyrir tekjuskatt nam um 32 milljónum evra, samanborið við 14 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Félagið greiðir um sex milljónir evra í tekjuskatt fyrir tímabilið, eða rúmlega 860 milljónir króna.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir í uppgjörstilkynningu að starfsemi og rekstur félagsins hafi hafi gengið vel á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þrátt fyrir rysjótt veður til sjós og óvissu á mörkuðum vegna stríðs í Evrópu.

Tæpar 600 milljónir í hlutabréf til starfsmanna

Stjórn Brims ákvað fyrr á árinu að verðlauna starfsfólk sérstaklega, fyrir vel unnin störf við óvenjulegar og krefjandi aðstæður undanfarin ár, með því að afhenda þeim eignarhluti í félaginu. Heildarfjöldi þessara hluta er um 4,4 milljónir og var þeim skipt á milli starfsmanna eftir starfsaldri að því fram kemur í uppgjörstilkynningu. Auk þess greiddi Brim launabónus til að mæta tekjuskatti starfsmanna vegna hlunnindanna, samtals eru þetta um 580 milljónir króna sem eru gjaldfærðar í árshlutareikningnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK