Securitas ræður fimm konur í stjórnunarstörf

Karítas Rós Einarsdóttir, er nýr deildarstjóri sölu- og þjónustusviðs.
Karítas Rós Einarsdóttir, er nýr deildarstjóri sölu- og þjónustusviðs.

Sjö einstaklingar, fimm konur og tveir karlmenn, hafa að undanförnu verið ráðin í stjórnunarstöður hjá Securitas. Fyrirtækið sem hefur höfuðstöðvar í Reykjavík er einnig með fimm starfsstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins og tekur Inga Lára Jónsdóttir við stöðu útisbússtjóra á Reykjanesi.

Inga Lára Jónsdóttir tekur við stöðu útisbússtjóra á Reykjanesi.
Inga Lára Jónsdóttir tekur við stöðu útisbússtjóra á Reykjanesi.

Áður en Inga Lára kom yfir til Securitas starfaði hún sem markaðsstjóri Lagardére Travel Detail, en Inga er með BS gráðu í viðskiptafræði - með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Auk þess hefur hún lokið meistaragráðu í forystu og stjórnun – með áherslu á verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun.

Haukur Sörli nýr framkvæmdastjóri sölu og þjónustu

Haukur Sörli Sigurvinsson, er nýr framkvæmdastjóri sölu og þjónustu.
Haukur Sörli Sigurvinsson, er nýr framkvæmdastjóri sölu og þjónustu.

Haukur Sörli Sigurvinsson hefur starfað sem deildarstjóri sölu hjá Securitas frá árinu 2020 en er nú tekinn við sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustu. Haukur er viðskiptafræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem markaðsstjóri hjá Ger innflutning, forstöðumaður sölusviðs hjá Coca Cola á Íslandi og forstöðumaður markaðssviðs Tals.

Þjónustuverið sem heyrir undir sölu- og þjónustusvið er komið með nýjan deildarstjóra en það er Karítas Rós Einarsdóttir sem hóf störf hjá Securitas í mars 2021 sem verkefnastjóri á gæslusviði. Áður en Karítas kom yfir til Securitas var hún rekstrarstjóri hjá Gullakri ehf. en hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði.

Tæknisvið með þrjá nýja deildarstjóra

Íris Guðnadóttir er nýr deildarstjóri úttekta á tæknisviði.
Íris Guðnadóttir er nýr deildarstjóri úttekta á tæknisviði.

Þrír nýjar deildarstjórar koma inn á tæknisvið en það eru Íris Guðnadóttir, deildarstjóri úttekta á tæknisviði, og hefur hún starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2018. Íris er með MSc gráðu í byggingaverkfræði en hún var áður brunahönnuður hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu á árunum 2010-2018.

Sigrún Viktorsdóttir er nýr deildarstjóri sérverkefna tæknisviðs.
Sigrún Viktorsdóttir er nýr deildarstjóri sérverkefna tæknisviðs.

Sigrún Viktorsdóttir er nýr deildarstjóri sérverkefna tæknisviðs en á meðal verkefna sviðsins er samvinna með Veitum sem snýr að því að skipta út öllum mælum fyrir svokallaða snjallmæla. Sigrún sem áður starfaði hjá Orkuveitu Reykjavíkur stýrir framkvæmdinni.

Ólafur Friðrik Sigvaldason er einnig nýr deildarstjóri á tæknisviði.
Ólafur Friðrik Sigvaldason er einnig nýr deildarstjóri á tæknisviði.

Ólafur Friðrik Sigvaldason er einnig nýr deildarstjóri á tæknisviði en hann hefur starfað hjá Securitas frá árinu 2010. Ólafur er menntaður rafeindavirki og er einnig með BSc gráðu í viðskiptafræði.

Sólveig María Seibitz er nýr umbóta- og gæðastjóri Securitas.
Sólveig María Seibitz er nýr umbóta- og gæðastjóri Securitas.

Sólveig María Seibitz hefur svo hafið störf sem umbóta- og gæðastjóri Securitas en hún var áður gæðastjóri hjá Samey Robotics árin 2018-2022. Sólveig er með MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja en meistararitgerð hennar fjallaði um áhættustjórnun innan fyrirtækja.

 „Við erum gríðarlega ánægð að fá þessa öflugu einstaklinga í stjórnendateymið okkar, þau munu taka þátt í því að leiða og þróa verkefni okkar áfram með öryggi og þarfir viðskiptavina að leiðarljósi,“ segir Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK