Stefnir með söluskýið á erlenda markaði

Helgi Andri Jónsson, forstjóri SalesCloud, hefur háleit áform.
Helgi Andri Jónsson, forstjóri SalesCloud, hefur háleit áform. Árni Sæberg

Frumkvöðullinn Helgi Andri Jónsson hefur í áratug lagt grunn að fjártæknifyrirtækinu Sales Cloud sem stefnir nú á evrópskan markað

Þegar hann var rúmlega tvítugur stóð hann á krossgötum í lífi sínu. Hann hafði ekki fundið sig í skóla en þurfti að framfleyta sér og móður sinni. Úr varð að hann fór að forrita sjálfstætt fyrir ýmis fyrirtæki. Eitt leiddi af öðru og innan nokkurra ára fór fyrirtæki hans að blómstra.

Það fékk nafnið Sales Cloud en í byrjun þessa árs var hlutafé aukið um hálfan milljarð. Meðal fjárfesta voru Salt Pay, Lýsi, Bygg og Ísfélagið. Efla á fyrirtækið og hefur stefnan verið sett á markaðssókn í átta borgum í Evrópu.

Sækir fram í veitingageiranum

Sales Cloud, áður Proton, hefur á síðustu árum samið við fjölda fyrirtækja, smá og meðalstór, um viðskiptalausnir og má þar nefna vinsæl veitingahús og Hlemm mathöll.

Helgi Andri segir tækniþróunina viðskiptaleyndarmál og sömuleiðis ríki almennt trúnaður um viðskiptavini fyrirtækisins.

Við hlutafjáraukninguna í ársbyrjun var fyrirtækið metið á 1,6 milljarða króna sem er um tólf- til þrettánföld velta í fyrra. Að sögn Helga Andra er stefnt að því að margfalda veltuna á næstu árum og fjölga starfsfólki úr 20 í 50.

Helgi Andri lýsir því í viðtali við ViðskiptaMoggann hvernig hann hefur lagt allt í sölurnar en eitt sinn forritaði hann samfleytt í 48 tíma og í kórónuveirufaraldrinum brá hann sér í hlutverk sendils til að styðja viðskiptavinina.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK