Tekjur og afkoma undir væntingum

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, …
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, fari lækkandi með auknum umsvifum og gera megi ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu síðar á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest bendir til þess að tekjur og afkoma flugfélagsins Play nái ekki þeim markmiðum á árinu sem lagt var upp með í útboðslýsingu félagsins í fyrra. Tekjur á fyrsta fjórðungi þessa árs námu 9,6 milljónum Bandaríkjadala en í útboðslýsingunni var gert ráð fyrir 170 milljóna dala tekjum á árinu.

Þó má ætla að tekjur flugfélagsins verði töluvert hærri á öðrum og þriðja ársfjórðungi en þær voru á þeim fyrsta, auk þess sem Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur í byrjun árs. Það er þó mat þeirra sérfræðinga sem ViðskiptaMogginn ræddi við eftir að Play birti uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung í gær að langsótt sé að tekjur það sem af er ári nái því markmiði sem lagt var upp með. Í útboðslýsingunni var gert ráð fyrir tekjum upp á 25 milljónir dala í fyrra en tekjurnar voru aðeins um 16,5 milljónir dala. Þá var tap ársins í fyrra um sjö milljónir dala umfram áætlun.

Gengið aldrei lægra

Tap Play nam 11,2 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en rekstrartap fyrir fjármagnsliði nam um 13,3 milljónum dala, eða um 1,7 milljörðum króna á núverandi gengi.

Gengi hlutabréfa í Play var í lok dags í gær 19,6 kr. á hlut og hefur aldrei verið lægra frá því að félagið var skráð á markað í júlí í fyrra. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK