Verkkaupar taki meira tillit

Guðmundur Sigvaldason segir að verkefnastaðan sé góð og töfluverkstæði Orkuvirkis …
Guðmundur Sigvaldason segir að verkefnastaðan sé góð og töfluverkstæði Orkuvirkis sé t.d. fullbókað út árið. Eggert Jóhannesson

Guðmundur G. Sigvaldason, framkvæmdastjóri tækni- og verktakafyrirtækisins Orkuvirkis, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að verkkaupar taki ekki nógu mikið tillit til þess þegar á reyni hve mikið fyrirtæki eins og Orkuvirki hafa lagt upp úr því að byggja upp starfsmannahópinn og auka sérþekkingu hans. Guðmundur segir að of oft sé samið við erlend fyrirtæki þegar íslenskir aðilar eins og þeir sjálfir bjóði samkeppnishæfa vöru og þjónustu. „Við erum búin að fjárfesta gríðarlega mikið í starfsfólki og þekkingu en á endanum ráðast viðskiptin af hagstæðasta tilboðinu sem berst. Það kemur kannski lægra tilboð erlendis frá eða tilboð með tengingu til erlendra samstarfsaðila. Þá er því bara tekið án þess að tillit sé tekið til þess að það skiptir máli að byggja upp íslenskan iðnað og þekkingu og halda henni í landinu,“ segir Guðmundur.

Eina fyrirtækið með háspennuskápa

Til dæmis er Orkuvirki eina fyrirtækið á landinu sem framleiðir háspennuskápa og á þar í samkeppni við erlend stórfyrirtæki. „Menn eru gjarnir á að taka bara það sem er hagstæðast hverju sinni. Svo þegar til kemur er leitað til okkar um þjónustu því þessi erlendu fyrirtæki eru ekki hér á landi. Við gerum það auðvitað fúslega en reynum þá að efna til samstarfs eins og kostur er.“

75-80% af verkefnum Orkuvirkis koma í gegnum útboð og tilboðsferli. Annað er þjónusta. „Veltan hefur farið vaxandi. Hún var 1,2 milljarðar 2020 og 1,5 milljarðar á síðasta ári. Það er stígandi í þessu.“

Starfsmannafjöldinn eykst einnig. Guðmundur segir að 50 muni vinna hjá félaginu í sumar. „Við höfum reynt að efla hlut kvenna. Meðalaldur starfsmanna er 45 ár og hefur farið lækkandi. Starfsmannavelta er lítil og starfsmenn stoppa hér lengi.“

Lestu ítarlegra viðtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK