Græn skuldabréf Ljósleiðarans í kauphöll

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans ehf.
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans ehf. Ljósmynd/Aðsend

Skuldabréf Ljósleiðarans ehf. hafa verið tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Verðbréfin sem tekin eru til viðskipta eru græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem  hlotið hefur viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“

„Það er stór dagur hjá okkur að skrá græn skuldabréf Ljósleiðarans á almennan markað. Opinber skráning bréfanna veitir okkur aðhald í þeim mikilvægu verkefnum sem við stöndum í, hvort tveggja almennum rekstri og þeirri nauðsynlegu uppbyggingu fyrir íslenskt upplýsingatæknisamfélag sem Ljósleiðarinn hefur forystu um,“ segir Erling Freyr guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, í tilkynningu. 

 Skuldabréfaflokkurinn sem tekin er til viðskipta er til 20 ára, verðtryggður á föstum vöxtum með jöfnum greiðslum á sex mánaða fresti. Hann fellur undir græna fjármögnunar umgjörð sem hefur hlotið óháða vottun frá Cicero.

Auka samkeppni

Á meðal þeirra verkefna sem Ljósleiðarinn fjármagnar með útgáfu þessa græna skuldabréfaflokks er yfirstandandi lagning ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúningur er hafinn í Grindavík. Þá er vaxandi þungi í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hefur þegar tengt.

Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni. Með því dregur úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og öðru raski vegna þeirra auk þess sem hagkvæmni er meiri en ef samstarfsins nyti ekki. Fjárfestingarnar stuðla að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK