Hægt að leysa út reiðufé með rafrænum skilríkjum

Ekki er lengur þörf á greiðslukorti til að taka út …
Ekki er lengur þörf á greiðslukorti til að taka út reiðufé. mbl.is/Kristinn Magnússon

Origo hefur kynnt nýja hugbúnaðarlausn fyrir hraðbanka þar sem er hægt að nota rafræn skilríki til þess að leysa út reiðufé.

Þessi nýja lausn hefur nú verið tekin í notkun og hægt er að nýta hana í öllum hraðbönkum Arion banka og Íslandsbanka víðs vegar um landið.

„Sífellt fleiri nýta farsímann til að greiða fyrir vörur og þjónustu og þetta er framlenging á því. Við erum með þessu að svara kalli neytandans um að geta nýtt símann í stað greiðslukorts“ er haft eftir Ara Hróbjartssyni, vörustjóri greiðslukerfa Origo, í tilkynningu.

,,Með notkun rafrænna skilríkja er því ekki lengur þörf á að hafa debet- eða kreditkortið við höndina til þess að taka út seðla."

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK