Heppilegur tími til að skrá Ölgerðina á markað

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar segir fyrirtækið í góðri stöðu til að fara á markað en söluferli á 30% hlut í fyrirtækinu í aðdraganda skráningar á markað lýkur í dag.

„Markaðsaðstæður eru þannig. Fyrirtækið er nýbúið að fara í yfirtöku. Við keyptum birgjasambönd af Ásbirni Ólafssyni. Tókum við þeim 1. september á síðasta ári. Við erum búin að vera í góðum rekstri og fyrirtækið vel statt. Við erum nýbúin að fara í gegnum miklar fjárfestingar, 2,5 milljarðar í aukinni afkastagetu og nýju húsnæði. Allar áætlanir stóðust, bæði í tíma og fjármagni þannig að þetta er góður tími til að fara út,“ segir Andri Þór í ítarlegu viðtali í Dagmálum.

Hann segir að aðstæður á mörkuðum almennt hafi ekki latt fyrirtækið til að taka þessi skref á þessum tímapunkti, hvorki stríðið í Úkraínu né mikil verðbólga í heimshagkerfinu.

Veltan svo gott sem verðtryggð

Andri Þór segir rekstur fyrirtækisins stöðugan og að fyrirtækið selji vörur sem fólk kaupi, hvort sem það er uppgangur eða efnahagslægð.

„Sögulega séð þá er okkar velta að einhverju leyti verðtryggð. Það sem einkennir þennan rekstur er stöðugleiki. Við erum með svo mikla innbyggða áhættudreifingu inn í reksturinn. við erum með mikið af viðskiptavinum. Ef ein löppin gefur sig þá tekur önnur við.“

Viðtalið má í heild sinni nálgast hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK