Rúmlega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Birgir Ísleifur

Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í hlutafjárútboði Ölgerðinnar sem lauk í gær. Sú pphæð samsvarar um fjórfaldri eftirspurn.

Í tilboðsbók A var meiri en þreföld eftirspurn en endanlegt útboðsgengi var 8,9 kr. á hlut.

Í tilboðsbók B, þar sem endanlegt útboðsgengi var 10,03 kr. á hlut, var rúmlega fimmföld eftirspurn. Sé tekið mið af því má ætla að markaðsvirði félagsin sé um 28 milljarðar króna.

Gjalddagi og eindagi áskrifta í útboðinu er föstudagurinn 3. júní nk. og er áætlað að afhenda nýjum hluthöfum Ölgerðarinnar hluti sína dagana 7. – 8. júní. Ráðgert er að viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar hefjist í Kauphöll fimmtudaginn 9. júní nk.

Ölgerðin, Grjóthálsi.
Ölgerðin, Grjóthálsi. Mynd/Úr umsókn
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK