Beint: Ársfundur Samáls

Frá álveri Norðuráls á Grundartanga.
Frá álveri Norðuráls á Grundartanga. Ljósmynd/Norðurál

Ársfundur Samáls hefst klukkan 8.30 og verður hann í beinu streymi hér á mbl.is.

Á fundinum ræðir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og stjórnarformaður Samáls, stöðu og horfur í áliðnaði, auk þess sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, flytur ávarp.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, flytur erindi undir yfirskriftinni „Farsæl uppbygging í þágu þjóðar“, Joseph Cherriez frá greiningarfyrirtækinu CRU ræðir markaðshorfur í áliðnaði á óvissutímum og Guðrún Sævarsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, gerir skil ólíkum leiðum sem eru í þróun hjá álverum í átt að kolefnishlutleysi.

Hér fyrir neðan má fylgjast með fundinum:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK