Á leið í 360° ferðalag

Eysteinn Guðni við tökur á Fagradalsfjalli með 360°-myndavélina á bakinu.
Eysteinn Guðni við tökur á Fagradalsfjalli með 360°-myndavélina á bakinu.

Eysteinn Guðni Guðnason hjá Sýndarferð ætlar í hringferð um landið í sumar til að taka 360° myndir af ferðamannastöðum.

„Ég mun bjóða fyrirtækjum að setja vörumerki sitt inn á myndirnar sem ég tek í hringferðinni. Þetta er gott markaðstækifæri,“ segir Eysteinn í samtali við ViðskiptaMoggann.

Ljósmyndirnar eru teknar með sérstakri myndavél sem myndar í heilhring. Sem dæmi nefnir Eysteinn að fyrirtæki gæti keypt sig inn í 360° mynd af Esjunni eða Dyrhólaey.

„Street View er með svo góða ímynd. Það er jákvæð upplifun að skoða Street View. Tölfræðin segir allt sem segja þarf. Það eru hundruð þúsunda flettinga á margar sýndarferðanna sem ég hef unnið og birt á netinu.“

Myndir Eysteins birtast við leit í Google undir flipanum „Street View“. Sem dæmi má nefna plötubúðina Lucky Records en hægt er að skoða myndir Eysteins af versluninni, bæði að innan og utan, þegar nafn hennar er slegið inn í Google. „Þetta gefur viðskiptavinum tækifæri til að skoða aðstöðuna, aðgengi og andrúmsloft verslunarinnar.“

Nokkrir tugir nýtt sér

Nú þegar hafa nokkrir tugir aðila nýtt sér þjónustu Eysteins. Auk þess að selja þjónustuna tekur hann einnig myndir í frístundum. „Ég hef tekið mikið af 360° myndum af Reykjavíkurflugvelli og einnig á gossvæðinu á Fagradalsfjalli.“

Þá segist Eysteinn taka þónokkuð af myndum af götum og göngustígum, hótelum og sundlaugum, verslunum og veitingastöðum. Ennfremur hefur hann myndað Kringluna í bak og fyrir.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK