Áttfalt fleiri farþegar en í fyrra

Farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert.
Farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert. Sigurður Bogi

Farþegum Icelandair fjölgaði umtalsvert í maí frá aprílmánuði og voru þeir um áttfalt fleiri en í maí 2021. Heildarfjöldi farþega í maí var um 316.000, samanborið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022, að því er kemur fram í tilkynningu.

Tölurnar komu fram í mánaðarlegum flutningatölum fyrir maímánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag.

Farþegar í millilandaflugi í maí voru 291.000 en það gera þrettánfalt fleiri en í maí í fyrra þegar félagið flutti um 22.000 farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116.000 og frá Íslandi 51.000. Tengifarþegar voru um 124.000 eða um 43% millilandafarþega, samanborið við 8% í maí 2021.

Stundvísi var 80%

Þá segir í tilkynningunni að stundvísi hafi verið 80% sem sé góður árangur í ljósi erfiðra aðstæðna á flugvöllum víða erlendis. Sætanýting í millilandaflugi var 74% samanborið við 35% í maí 2021.

„Félagið bætti átta áfangastöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf félagið einnig flug í svokölluðum seinni tengibanka sem eru flug síðla morguns til Evrópu og um kvöld til Norður-Ameríku,“ segir í tilkynningu.

„Við erum á fleygiferð inn í sumarið og náðum því ánægjulega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í millilandafluginu í maímánuði. Þá er einnig mjög jákvætt að sjá hlutfall tengifarþega halda áfram að aukast. Bókunarstaðan hjá okkur er mjög sterk og greinilega mikill ferðavilji til staðar,” er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK