Fyrsta lyf Alvotech komið í sölu og dreifingu í Evrópu

Umbúðir Hukyndra líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech fyrir Frakklandsmarkað, en þýska lyfjafyrirtækið STADA …
Umbúðir Hukyndra líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech fyrir Frakklandsmarkað, en þýska lyfjafyrirtækið STADA hefur nú sett lyfið á markað í fjórum Evrópuríkjum. STADA/Alvotech

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið STADA hefur hafið sölu á Hukyndra, líftæknihliðstæðulyfi Alvotech, í Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi og Svíþjóð. Dreifing og sala hefst í öðrum Evrópulöndum á komandi mánuðum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Alvotech.

Þar kemur fram að Adalimumab er fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan sem STADA markaðssetur samkvæmt samningi við Alvotech, sem sér um þróun og framleiðslu, en samstarf fyrirtækjanna nær alls til sjö líftæknilyfjahliðstæða sem ætlaðar eru til meðferðar við sjálfsofnæmissjúkdómum, augnsjúkdómum og krabbameini. Þá kemur fram að fyrirtækin stefni að því að geta boðið evrópskum sjúklingum og meðferðaraðilum þessi lyf hvert af öðru á næstu mánuðum og árum.

„Það er okkur mikil ánægja að taka þetta mikilvæga skref með STADA inn á markað í fjölmörgum Evrópulöndum. Samstarfið gerir okkur kleift að nýta til fulls styrkleika Alvotech, sem hefur byggt upp einstaka aðstöðu og sérhæft sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða, sem eru afar mikilvægar fyrir heilbrigðiskerfi um allan heim,“ sagði Anil Okay, viðskiptastjóri Alvotech, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK