Íslendingar aldrei eytt jafn miklum pening erlendis

Heildar velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam …
Heildar velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 21,5 milljörðum kr. í apríl sl. og hefur ekki verið hærri frá upphafi mælinga, árið 1997. AFP

Íslendingar hafa sannarlega verið að gera vel við sig og flykkjast í meira mæli til útlanda nú þegar samkomutakmarkanir og Covid-19 eru víðast hvar á undanhaldi. Nam heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis í aprílmánuði rúmum 21,5 milljörðum króna og hefur hún ekki verið hærri frá upphafi mælinga sem hófust árið 1997.

Jókst veltan um tæpa 12,4 milljarða króna frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Alls nam greiðslukortaveltan í síðasta mánuði, bæði hérlendis og erlendis, tæpum 106,8 milljörðum króna og hefur hún aukist um 23,7% á milli ára ef tekið er mið af breytilegu verðlagi. Þar af nam kortavelta Íslendinga hérlendis 87,7 milljörðum króna sem gerir um 8,6% aukningu milli ára. Þá nam kortavelta erlendra ferðamanna rúmum 19 milljörðum í síðasta mánuði.

Var hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi 17,9% í maí sem er aðeins lægra en í maí árið 2019 þegar hlutfallið var 22,3%.

Ferðamenn frá Bandaríkjunum verja mestum pening hér á landi og eru þeir ábyrgir fyrir 37,5% af allri erlendri kortaveltu. Þar á eftir koma Þjóðverjar með 7,6% og svo Bretar með 7,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK