Tveggja milljarða afgangur hjá Lyru vegna faraldurs

Starfsmaður Landspítalans á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hæstu hæðum.
Starfsmaður Landspítalans á meðan kórónuveirufaraldurinn var í hæstu hæðum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Heildsölufyrirtækið Lyra skilaði tæpum tveimur milljörðum krónum í rekstrarafgang í fyrra.

Fram kemur í Fréttablaðinu að neyðarástand vegna kórónuveirufaraldursins skýri gríðarlega söluaukningu hjá fyrirtækinu. Það velti 4.250 milljónum króna í fyrra.

Þar segir að feðginin sem eiga fyrirtækið hafi skipt með sér allt að 750 milljónum króna í arðgreiðslu vegna árangursins.

Lyra fæst við sölu á rannsókna- og efnagreiningatækjum, ásamt rekstrarvörum til efnagreininga. Langstærsti viðskiptavinur Lyru er Landspítalinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK