Bensínlítrinn kominn yfir 350 krónur

Bensínið er dýrast á nokkrum stöðvum Olís.
Bensínið er dýrast á nokkrum stöðvum Olís. mbl.is/Unnur Karen

Víða er bensínlítrinn nú kominn yfir 350 krónur og er hann dýrastur hjá nokkrum stöðvum Olís. Þar kostar hann tæpar 357 krónur en það verð er á lítranum hjá stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, á Suðurgötu á Akranesi, í Stykkishólmi og Hrauneyjum.

Þannig hefur spá Þórðar Gunnarssonar hagfræðings, sem m.a. hef­ur sér­hæft sig í grein­ingu á ol­íu­markaði, ræst. Hann sagði í samtali við Dagmál í byrjun mánaðar að verð fyrir lítrann færi senn í 350 krónur.

Orkan og Costco lægst

Lægst er verðið hjá Costco, 311,6 krónur, en tekið skal fram að til þess að kaupa bensín þarf fólk að vera með aðgangskort. 

Verðið er sömuleiðis í lægri kantinum á Orkunni Bústaðavegi, Dalvegi, Mýrarvegi og Reykjavíkurvegi en þar fæst hver lítri á 320,7 krónur. ÓB á Hlíðarbraut, í Arnarsmára, Bæjarlind, Fjarðarkaupum og Hamraborg fylgir þar fast á eftir með lítrann á 320,8 krónur. Bensín fyrir sama verð er hægt að fá á Atlantsolíu á Baldursnesi á Akureyri, í Kaplakrika og á Sprengisandi. 

Eins og áður segir er verðið hæst á nokkrum stöðvum Olís en næsthæst er það á mörgum stöðvum N1 eða 352 krónur.

Á vefnum Gasvaktin.is má lesa nánar um verð á bensíni og díselolíu á degi hverjum.

Verð á olíu hefur hækkað verulega að undanförnu, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK