Gullvinnslan mun hefjast á næsta ári

Eldur Ólafsson, forstjóri AEX Gold.
Eldur Ólafsson, forstjóri AEX Gold.

Eldur Ólafsson er á stöðugum þeytingi milli Bretlands, Íslands, Grænlands og Kanada. Það krefst mikils undirbúnings að ræsa að nýju aflagða gullnámu í Grænlandi.

Fyrirtæki hans, sem þar til í dag nefndist AEX Gold, en heitir nú Amaroq Minerals, hefur uppi stórtæk áform um gullvinnslu á stærstu eyju veraldar en þau ná ekki aðeins til hins glóandi málms heldur einnig silfurs og jarðefna sem í dag eru lífsnauðsynleg til framleiðslu rafhlaðna í Teslur og aðra rafknúna bíla. Þessir málmar eru því forsendan fyrir orkuskiptunum sem kallað er eftir.

Ekki tilviljun

Eldur er gestur Dagmála í dag og ræðir þar tilurð fyrirtækisins og hvernig hann hefur flækst milli landa, m.a. alla leið til Kína þar sem hann kom að uppbyggingu jarðvarmavirkjana. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir, búsettur í Vesturbænum, en vegna gullleitarinnar þarf hann að sinna skyldum bæði vestan- og austanhafs.

Af lýsingum hans að dæma er einskonar gullæði í farvatninu á Grænlandi en æðið tengist ekki síður fyrrnefndum góðmálmum. Hann bendir á að það sé ekki tilviljun að Jeff Bezos og Bill Gates líti nú til tækifæra á Grænlandi. Þar sé næsta stóra sókn í þessi mögnuðu efni. Þar liggja tækifæri Grænlendinga en einnig fyrirtækja á borð við Amaroq Minerals. Líkt og Eldur lýsti fyrir blaðamanni Morgunblaðsins um liðna helgi gætu tækifærin einnig verið Íslendinga, sé rétt á málum haldið og komið fram af virðingu við Grænlendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK