Kynna nýja pizzutegund á Íslandi

Nýr staður. Ása María og Emil ásamt ítölsku pizzubökurunum og …
Nýr staður. Ása María og Emil ásamt ítölsku pizzubökurunum og vinum sínum Andrea Lorenzi og Matteo Loreni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar munu í lok mánaðarins fá að kynnast nýrri pizzutegund hér á landi, svonefndum Pizza in pala-bökum sem eru frábrugðnar hinum klassísku pizzum sem við höfum hingað til þekkt.

Það eru hjónin Ása María Reginsdóttir athafnarkona og Emil Hallfreðsson knattspyrnumaður sem færa þessa nýju tegund pizzu til landsins. Þau stofnuðu á sínum tíma vörumerkið Olifia sem nú inniheldur fjölbreytta ítalska vörulínu. Salan hefur gengið vel og Olifia-ólífuolían hefur verið söluhæsta ólífuolía landsins.

Auk þess hafa þau flutt inn ítölsk vín og selt hér á landi. Þau munu nú opna nýjan veitingastað, Olifa La Madre Pizza, við Suðurlandsbraut (þar sem Eldsmiðjan var áður til húsa) en auk þess verður útibú frá staðnum opnað í nýrri verslun Krónunnar í Skeifunni sem verður opnuð síðar í sumar. Staðirnir eru opnaðir í samstarfi við Gleðipinna.

„Það er komin góð reynsla á þessa tegund af pizzu á Ítalíu,“ segir Ása María í samtali við Morgunblaðið, spurð um tilefni þess að kynna Íslendingum nýja pizzutegund. Emil bætir því við að þau fjölskyldan hafi haft það fyrir reglu að fá sér iðulega pizzur eftir leiki með Hellas Verona, hvar hann lék um árabil. Þau eru enn búsett á Ítalíu þar sem Emil spilar knattspyrnu með Virtus Verona.

Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, ræðir hér við Emil Hallfreðsson, en …
Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, ræðir hér við Emil Hallfreðsson, en framkvæmdir á nýja staðnum standa nú yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjartsýn á nýjan stað

Sem fyrr segir hafa þau staðið í ýmsum rekstri með ítalskar vörur, en það verður þó ekki komist hjá því að spyrja hvað drífi þau áfram í að opna veitingastað í íslensku umhverfi þar sem kostnaðarstrúktúrinn er allt annar en á Ítalíu.

„Við erum mjög bjartsýn á þetta verkefni og það sem drífur okkur áfram er áhugi okkar á gæðum og heilbrigði,“ segir Ása María.

„Við munum eingöngu nota besta mögulega hráefnið í pizzurnar, þær eru léttari í maga en hefðbundnar pizzur og bjóða um leið upp á skemmtilega matarupplifun. Pizzur eru vinsælar á Íslandi og framboðið mikið, en með opnun Olifa La Madre Pizza erum við að auka við úrvalið og bjóða upp á nýja valkosti. Í ljósi þess hversu vinsæl þessi tegund af pizzum er erlendis væntum við þess að hún verði vinsæl hér líka.“

Rætt er nánar við þau Emil og Ásu Maríu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK