Læknir og lögfræðingur bjargvættir

Sóley Úlfarsdóttir.
Sóley Úlfarsdóttir.

Læknir og lögfræðingur björguðu óvænt útskriftardegi Sóleyjar Úlfarsdóttur, þar sem enginn gat leyst hana af í vinnunni, en hún og foreldrar hennar reka fataverslunina Centro í miðbæ Akureyrar. Sóley útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri á laugardag.

Systir Sóleyjar, sem er viðskiptalögfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, hljóp undir bagga um morguninn á meðan athöfninni stóð og mágkona hennar, sem er læknir, kláraði vaktina, svo Sóley gæti fagnað þessum merka áfanga.

Upphaflega hafði Sóley gert ráð fyrir því að mæta beint til vinnu eftir útskriftarathöfnina og ráðgert var að veislunni myndi seinka um klukkustund. „Það má eiginlega segja að lögfræðingur og læknir hafi bjargað deginum,“ segir Sóley og hlær. Aðspurð segist Sóley alltaf vera að vinna og sjái, í auknum mæli, um rekstur búðarinnar.

„Þegar maður er að reka fyrirtæki, þá bara vinnur maður alla daga og tekur svo sumarfríið á veturna,“ segir hún og bætir því við að það gangi rosalega vel hjá þeim um þessar mundir. „Það er allt á blússandi siglingu.“

„Algjör klikkun“

Spurð hvert hún stefni næst, hlær Sóley og segist ætla að sökkva sér enn dýpra í reksturinn. Fyrirtækið fór af stað með netverslun í kófinu, sem hún sér algjörlega um. „Ég er alltaf að stíga meira og meira inn í reksturinn. Ég sé alfarið um netverslunina og stend á búðargólfinu alla daga — maður er í rauninni í öllu,“ segir Sóley.

Aðspurð segir hún ferðamennina vera lenta á Akureyri, en síðustu tvö sumur hafi fjölmargir Íslendingar sótt búðina. „Þetta var bara algjör klikkun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK