Tækifæri myndast á markaði

Bitcoin.
Bitcoin. AFP

„Grundvöllurinn fyrir bitcoin er algjörlega jafn sterkur og áður. Auðvitað er leiðinlegt að það sé mikill sársauki á mörkuðum, en það á ekki bara við rafmyntamarkað.“ Þetta segir Kjartan Ragnars, stjórnarmaður og regluvörður hjá Myntkaupum. Rafmyntamarkaðurinn, líkt og aðrir eignamarkaðir, hefur lækkað mikið undanfarið misseri og bitcoin, stærsta rafmyntin að markaðsvirði, hefur lækkað um rúm 50% það sem af er ári.

„Ég segi nú samt að fyrir þá sem halda sér greiðslufærum í gegnum svona, þá eru auðvitað mikil tækifæri sem myndast við svona aðstæður.“ Aðspurður segir Kjartan að Íslendingar séu meira að kaupa en selja bitcoin en auðvitað eru margir á hliðarlínunni sem vilja sjá hvernig rætist úr þessu ástandi.

„Maður verður að skoða það í samhengi við þessa fjármálakreppu sem er að skella á um allan heim. Fólk þarf að borga reikningana sína og það er sama hvort þú átt bitcoin, Rolex-úr eða hlutabréf,“ segir Ragnar og bætir því við að jafnvel séu fasteignir ekki ónæmar fyrir lækkunum.

„Leiðin sem virkar langbest, hvort sem það eru hlutabréf eða bitcoin, er að finna þá eignaflokka sem þú trúir á og halda í langan tíma, jafnvel meira en tíu ár. Kaupa jafnt og þétt þangað til þú ert orðinn sáttur,“ segir hann og bætir við: „Tímaramminn hjá fólki verður oft svo rosalega þröngur. Bitcoin snýst einmitt um að hugsa hlutina til fjögurra, fimm ára plús.“ 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK