Ríkið vildi ekki Fjaðrárgljúfur

Frá Fjaðrárgljúfri.
Frá Fjaðrárgljúfri. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Ríkið nýtti sér ekki forkaupsrétt að Fjaðrárgljúfri, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Því verður gljúfrið áfram í einkaeigu en heimildir blaðsins herma að kaupverðið hafi verið 300 til 350 milljónir króna og að Íslendingur hafi keypt svæðið.

Frestur ríkisins til þess að nýta sér forkaupsrétt er runninn út og segir Fréttablaðið að gjaldtaka að gljúfrinu kunni að vera handan við hornið þó að það liggi ekki fyrir. Sem stendur er aðgangur að gljúfrinu ókeypis.

Gljúfrið er staðsett á jörðinni Heiði en umræddur Íslendingur hefur fest kaup á jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK