Úttektir alltaf umfangsmeiri en við var búist

Ríkisendurskoðun hefur sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka til skoðunar, …
Ríkisendurskoðun hefur sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka til skoðunar, skýrsla er væntanleg í lok júlí. Samsett mynd

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi er bjartsýnn á að það takist að ljúka við skýrsluna um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka fyrir verslunarmannahelgi. 

Upphaflega var miðað við að skýrslan yrði tilbúin í lok júní. „Við gerðum tímaáætlun frekar snemma í maí sem miðaðist við björtustu vonir um öflun gagna og svara frá þar til bærum aðilum. Þetta hefur ekki gengið allt eftir eins og við hefðum best vonað.“

Veist minna eftir því sem þú lærir meira

Fimm starfsmenn Ríkisendurskoðunar vinna að skýrslunni um þessar mundir. „Við erum að setja allt afl í þetta sem við getum.“

Guðmundur bendir á að vanalega séu stjórnsýsluúttektir unnar á fjórum til tíu mánuðum og því sé þessi úttekt unnin á meiri hraða en venjulega. 

Inntur eftir því hvort viðfangsefnið hafi reynst flóknara en stjórnvaldið gerði ráð fyrir, segir hann það liggja í hlutarins eðli, að úttektir þróist eftir því sem fleiri gögn og upplýsingar komi í ljós. 

„Þær [úttektirnar] eru í raun alltaf öðruvísi, breiðari og dýpri en maður gerði ráð fyrir. Því meira sem þú lærir, þeim mun minna veistu."

Útistandandi umsagnarferli tímafrekt

Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp í tengslum við úttektina. Ríkisendurskoðun hafi aftur á móti verið ljóst, á þessu stigi málsins, að það myndi ekki takast að veita umsagnarrétt og vinna úr mögulegum umsögnum, innan upphaflegs tímaramma. 

„Þegar við vinnum stjórnsýsluúttektir er þeim aðilum sem skýrslan snýr að, gefinn kostur á að lesa skýrsluna yfir í drögum og veita umsögn um efni skýrslunnar, og ábendingar um tillögur til úrbóta,“ greinir hann frá. 

Það ferli er ekki hafið, að sögn Guðmundar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK