Hagar hækka afkomuspá fyrir árið

Betri afkoma Olís hefur jákvæð áhrif á móðurfélagið Haga.
Betri afkoma Olís hefur jákvæð áhrif á móðurfélagið Haga. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hagar hafa hækkað afskomuspá sína fyrir árið um 300 milljónir króna. Félagið gerir nú ráð fyrir því að EBITDA afkoma samstæðu Haga fyrir yfirstandandi rekstrarár verði á bilinu 10,2 – 10,7 milljðarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar síðdegis í dag. Uppgjör fyrsta ársfjórðungs Haga, sem telur frá 1. mars til 31. maí, verður birt 30. júní nk., en samkvæmt drögum að uppgjörinu verður EBITDA afkoma félagsins umfram áætlanir. Samkvæmt tilkynningunni má fyrst og fremst rekja það til betri afkomu hjá Olís.

Félagið gerir ráð fyrir að EBITDA afkoma á fyrsta ársfjórðungi verði um 2,6-2,7 milljarðar króna, en var hann var á sama tíma í fyrra tæpir 2,3 milljarðar króna.

Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021 og gegnir því starfi í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK