Langstærsti samningur til þessa

Vinsældir samfélagsmiðlastjörnunnar Damis Fadadamis hafa vaxið gríðarlega á stuttum tíma.
Vinsældir samfélagsmiðlastjörnunnar Damis Fadadamis hafa vaxið gríðarlega á stuttum tíma. mbl.is

Umboðsskrifstofan SWIPE Media gerði á dögunum sinn langstærsta samning til þessa þegar Dami Fadadami gekk til liðs við hana.

Fadadami, sem sérhæfir sig í einföldum og uppbyggilegum skilaboðum, er með 5,4 milljónir fylgjenda um allan heim á samfélagsmiðlinum TikTok.

Nökkvi Fjalar Orrason, meðeigandi SWIPE Media, segir að Fadadami sé mikill fengur. Með komu hans tvöfaldist fjöldi þeirra fylgjenda sem SWIPE Media nái til. „Þegar hann kom til okkar fórum við úr því að ná til fimm milljóna manna upp í 11 milljónir.“

Spurður um hvernig samstarfið við Fadadami hafi komið til segir Nökkvi að áhrifavaldurinn hafi lent í smávægilegum vandræðum með TikTok-reikning sinn fyrir nokkrum mánuðum og Nökkvi hafi boðið fram aðstoð sína. „Honum líkaði vel við okkur og ákvað að hætta hjá sinni umboðsskrifstofu í framhaldinu,“ segir Nökkvi.

Hann bætir við að Fadadami sé, að öðrum ólöstuðum, færasti efnisframleiðandinn sem SWIPE Media hafi unnið með. „Hann hefur vaxið mikið síðustu 12 mánuði.“

Fadadami hefur tvær tekjuleiðir að sögn Nökkva. Annars vegar selji hann stuttermaboli og hins vegar kaupi kostendur sig inn í myndböndin. „Tekjur hans af hverju myndbandi geta verið um um 240 þúsund krónur.“

Nánar má lesa um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK