Listamaðurinn Tolli stofnar Tolla ehf.

Tolli hefur lengi verið meðal vinsælustu myndlistarmanna þjóðarinnar.
Tolli hefur lengi verið meðal vinsælustu myndlistarmanna þjóðarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Myndlistarmaðurinn Þorlákur Hilmar Morthens, betur þekktur sem Tolli, hefur stofnað einkahlutafélagið Tolli ehf. í kringum listsköpun sína og tengda starfsemi. Þetta má sjá í hlutafélagaskrá.

Hlutafé hins nýja félags er tæpar tvær milljónir króna. Samkvæmt skráningu er tilgangur félagsins listsköpun, kaup og sala fasteigna, útleiga og rekstur fasteigna ásamt almennum fjárfestingum.

Tolli segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hann hafi hingað til rekið þessa starfsemi á eigin kennitölu. Það sé ekki skynsamlegt til lengdar, enda séu umsvifin talsverð. „Ég er bara að prófa þetta og svo sjáum við til,“ segir Tolli.

Nær faglegri umgjörð

Tolli hefur í gegnum tíðina gefið út bækur og annan varning í gegnum fyrirtækið Stríðsmenn andans.

„Ég kann ýmislegt fyrir mér en ég er ekkert sérstakur í svona rekstrardæmi. Ég er góður í að afla peninga, en þeir hafa mikið frelsi og geta farið. Ég er að reyna að ná faglegri umgjörð utan um þetta allt,“ segir Tolli.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK