Reginn skoðar útleigu íbúða á Höfða

Helgi S. Gunnarsson hefur verið forstjóri Regins frá stofnun félagsins …
Helgi S. Gunnarsson hefur verið forstjóri Regins frá stofnun félagsins 2009. Kristinn Magnússon

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins segir þátttöku félagsins í hlutafjáraukningu Klasa skapa tækifæri til að þróa eignir frá grunni á nýjum uppbyggingarsvæðum. Þá ekki síst á Höfða og við Smáralind.

Hann segir Regin hafa kauprétt á öllu atvinnuhúsnæði í Smárabyggð við Smáralind, ásamt því sem það hafi mikil áform á Ártúnshöfða.

Meðal annars hyggst félagið Reisa stórhýsi gegnt Mathöll Höfða sem afhenda á eftir 18-20 mánuði.

Ætla að eiga atvinnuhúsnæði

„Og á Ártúnshöfðanum sjáum við fyrir okkur að eiga atvinnuhúsnæði sem þar verður byggt. Hagar munu eiga eitthvað af því undir sínar verslanir en við munum eiga annað atvinnuhúsnæði; skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði og þess háttar. Og mögulega munum við bjóða upp á nýjungar. Til dæmis leiguíbúðir fyrir eldri borgara, en það á eftir að þróa frekar,“ segir Helgi.

Hann segir aðspurður að slík innreið á íbúðamarkað væri vissulega nýbreytni hjá Regin.

„Við höfum reyndar aðeins fetað okkur inn á þann markað en við keyptum hjúkrunarheimilið Sóltún og sjáum fyrir okkur að vera með leiguíbúðir í bland við söluíbúðir fyrir eldri borgara. Með því að fara í þetta þróunarfélag tökum við þátt í þróun og uppbyggingu svæða og kaupum svo eignir inn í Regin,“ segir Helgi en um mánaðamótin tekur Reginn í notkun Hafnartorg Gallery. Þá eiga kaup á eignum að stækka Hafnartorg.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK