Alvotech skráð á First North

Alvotech
Alvotech

Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta á Nasdaq First North vaxtamarkaðnum í morgun undir auðkenninu ALVO. Bréf fyrirtækisins voru skráð í bandarísku Nasdaq kauphöllinni í New York fyrir viku undir sama auðkenni.

Alvotech er því fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Gengi bréfanna stendur í 1.310 krónum og veltan með bréfin fyrstu klukkutíma viðskiptadagsins nam 26,5 milljónum króna. Markaðsvirði félagsins er um tveir milljarðar dala eða 266 milljarðar króna sem gerir félagið næst verðmætasta fyrirtæki Kauphallarinnar á eftir Marel.

Hafa fjárfest fyrir milljarð dala

„Það er okkur mikil ánægja að ljúka fyrstu tvíhliða skráningu íslensks fyrirtækis í Bandaríkjunum og á Íslandi og að hafa náð þessum áfanga aðeins viku eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í New York,“ sagði Róbert Wessman í tilkynningu.

„Á síðustu 10 árum höfum við fjárfest fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala í fullkominni aðstöðu til að þróa og framleiða líftæknihliðstæðulyf í miklu magni. Þetta gerir því frábæra teymi sem starfar hjá Alvotech nú mögulegt að mæta vaxandi eftirspurn sjúklinga um allan heim eftir ódýrari hliðstæðum við dýr líftæknilyf.“

Alvotech er að þróa átta líftæknihliðstæður sem geta nýst til meðferðar við fjölda sjúkdóma að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK