Enn dregur úr atvinnuleysi

Atvinnuleysi á Suðurnesjum lækkaði um heilt prósentustig milli mánaða. Í …
Atvinnuleysi á Suðurnesjum lækkaði um heilt prósentustig milli mánaða. Í maí var það um 6,6% samanborið við 7,6% í apríl. mbl.is

Atvinnuleysi dróst saman milli mánaðanna apríl og maí og er búist við að það dragist enn frekar saman í júní. Þetta segir í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Var skráð atvinnuleysi 3,9% í maí, um 0,6 prósentustigum minna en í apríl. Vinnumálastofnun spáði í apríl 4% atvinnuleysi í maí og að það verði á bilinu 3,5% til 3,8% í júní.

Þá minnkaði atvinnuleysi meira á landsbyggðinni í heild en á höfuðborgarsvæðinu og var um 3,4% í maí. Á höfuðborgarsvæðinu mældist skráð atvinnuleysi um 4,2%.

Hærra meðal kvenna

Mest var atvinnuleysi á Suðurnesjum í maí, um 6,6%, en minnkaði úr 7,6% frá því í apríl. Næst mest var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, um 4,2%, sem minnkaði úr 4,7%.

Minnst var atvinnuleysi í maí á Norðurlandi vestra, aðeins 1,2%. Þar á eftir var atvinnuleysi minnst á Vesturlandi 1,9% og svo á Vestfjörðum. Á Austurlandi var atvinnuleysi 2,1% í maí, 2,9% á Norðurlandi eystra og 2,8% á Suðurlandi.

Hlutfallslega meira atvinnuleysi var meðal kvenna, um 4,1% en 3,8% meðal karla. Töluvert meira munar þó á Suðurnesjum, þar sem atvinnuleysi er 8% meðal kvenna en 5,7% meðal karla, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK