Ísland næstum því uppselt fyrir sumarið

Aðsókn ferðamanna á Íslandi er töluvert meiri þetta árið en hún var árið 2021, en er þó á pari við þá eftirspurn sem var árin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaskrifstofur hafa nóg að gera út sumarið, segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, við Morgunblaðið.

Mikil hitabylgja gengur nú yfir meginland Evrópu og margir ferðamenn reyna að flýja þaðan í þægilegra hitastig, líkt og til Íslands.

Ásberg segir nær ómögulegt fyrir þá að fá gistingu og aðra þjónustu með svo stuttum fyrirvara, á verði sem flestir myndu sætta sig við. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að með svona stuttum fyrirvara verða allar ferðir og þjónusta mun dýrari og þótt landið sé ekki alveg allt uppselt, þá er nú minna framboð af gistingu en áður, sem skýrist meðal annars af því að nú eru mun færri Airbnb-íbúðir til útleigu.“

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK