Tekjuhæstu greiða um helming skatta

Efsta tekjutíundin, sem fær 29% af heildartekjunum í landinu, greiðir um 35% af öllum tekjuskatti og um 25% af öllu útsvari hér á landi. Efstu tvær tekjutíundirnar greiða um helming alls tekjuskatts.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram í ríkisstjórn í gær og sýnir greiningu á álagningu opinberra gjalda eftir tekjutíundum. Þar kemur fram að 84% af nettótekjum hins opinbera koma frá efstu fimm tekjutíundunum en tekjuskattsbreytingar undanfarinna ára hafa dregið úr skattbyrði þeirra sem hafa lágar eða meðaltekjur samkvæmt minnisblaðinu. Þá greiða neðstu fimm tekjutíundirnar um 4% af öllum tekjuskatti og 13% af heildarútsvari.

Fylgnin er svipuð þegar litið er til nettótekna hins opinbera, þ.e. skatta og gjalda að frádregnum bótum. Rúmlega helmingur af nettótekjum hins opinbera kemur frá efstu tveim tekjutíundunum og 16% koma frá neðstu fimm tekjutíundunum. Millitekjufólk greiðir þannig um þriðjung nettótekna hins opinbera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK