Telma nýr mannauðsstjóri hjá Travelshift

Telma Sveinsdóttir.
Telma Sveinsdóttir. Ljósmynd/ Travelshift

Telma Sveinsdóttir er ný mannauðsstjóri hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift. 

Travelshift rekur meðal annars markaðstorgið Guide to Iceland, sem notað er af rúmlega 1.500 ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi. 

Telma er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem fræðslusérfræðingur hjá Símanum. Þar á undan starfaði hún um árabil sem mannauðssérfræðingur hjá Landspítalanum þar sem hún sérhæfði sig í ráðningum og aðlögun erlendra sérfræðinga. 

Tíu ára í næstu viku

„Það verður gaman að fá að vinna með teyminu og einstakt tækifæri að fá að taka þátt í þessari vegferð,” segir Telma í tilkynningu.

Fyrirtækið fagnar 10 ára afmæli með tónleikum á Ingólfstorgi laugardaginn 2. júlí þar sem fram munu koma Friðrik Dór, Gugusar og Herra Hnetusmjör. Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan átta til tíu að kvöldi og er opinn öllum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK