Neyðir fólk til að búa lengur hjá mömmu og pabba

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að bankinn reyni nú að draga úr eftirspurn á fasteignamarkaði en þaðan stafar nú mesti þrýstingurinn á verðlagí  landinu, ásamt innfluttri verðbólgu.

Hann er gestur Dagmála og þar er hann spurður hvort ekki sé óheppilegt að reyna að hafa áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins þegar vandinn er lítið framboð.

Er það ekki rangt meðal á sjúkdóminn?

„Jú mögulega,“ svarar Ásgeir og hann viðurkennir fúslega hvert markmið aðgerðanna er.

„Við búum við þær aðstæður þegar kemur að fasteignamarkaðnum að það er enginn kostur góður. Og þegar við hækkum vexti og þrengjum að greiðslumati eða eitthvað álíka þá erum við að ýta fólki út á leigumarkaðinn eða þvinga fólk til að búa lengur hjá mömmu og pabba. Það eru ekki aðgerðir sem eru okkur gleðiefni að framkvæma. En að sama skapi getum við ekki látið hækkanir á fasteignaverði leiða til lánabólu eða einhvers álíka.“ 

Hann segir í raun með ólíkindum að íslenskt samfélag, eins fámennt og það er, skuli ekki geta skipulagt sig betur fram í tímann, t.d. gagnvart aðstæðum eins og þeim sem nú eru uppi þar sem stórir árgangar ungs fólks streyma út á fasteignamarkaðinn.

Hann segir að byggja verði meira af húsnæði. Það blasi við og einkennilegt sé að horfa á ónýtt byggingarland víða.

„Bara þegar ég keyrði úr Seðlabankanum og upp í Hádegismóa þá sá ég fullt af tunglum eða melum þar sem er verið að rækta lúpínu þar sem ættu að vera íbúðir sem ungt fólk væri í.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK