Rússland á barmi greiðsluþrots

Vladimír Putín, forseti Rússlands.
Vladimír Putín, forseti Rússlands. AFP/Klimentyev/Sputnik

Ekki bólar á greiðslu vaxta af tveimur skuldabréfum sem rússneska ríkið gaf út og voru á gjalddaga 27. maí síðastliðinn en á eindaga mánuði síðar. Að sögn Reuters er annað skuldabréfið gefið út í evrum en hitt í bandarikjadölum og nema vextirnir um 100 milljónum dala.

Ráðamenn í Kreml segja ríkissjóð eiga fyrir greiðslunni og kenna efnahagslegum refsiaðgerðum, vegna innrásarinnar í Úkraínu, um að ekki hafi verið hægt koma upphæðinni til réttra viðtakenda. Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Vesturlönd um að knýja Rússland í gervi-greiðsluþrot. Fjármálaráðuneyti Rússlands segir búið að leggja upphæðina inn á innlendan reikning til vörslu og að stjórnvöld hafi þar með staðið við skyldur sínar.

Er þetta í fyrsta skipti frá októberbyltingunni 1917 að ríkissjóður landsins stendur ekki í skilum við lánveitendur sína. Þar eð lokað hefur verið á aðgang rússneska ríkisins að erlendum fjármagnsmörkuðum, hefur greiðsluþrotið ekki mikil áhrif að svo stöddu en kann að leiða til hærri lántökukostnaðar seinna meir.

Þak á olíuverð og lokað á gull

Málefni Rússlands voru til umræðu á leiðtogafundi G7-ríkjanna um helgina og ákvað hópurinn m.a. að setja verðþak á olíu sem keypt er frá Rússlandi, með það fyrir augum að fleiri ríki geri slíkt hið sama. Þá tilkynntu G7-ríkin á sunnudag að þau hyggist banna innflutning á rússnesku gulli. Markmiðið með þessum aðgerðum er að torvelda rússneskum stjórnvöldum að fjármagna stríðsrekstur sinn í Úkraínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK