Áfengi í heimsendingu hjá Heimkaupum

Fyrst um sinn verður hægt að versla og fá sent …
Fyrst um sinn verður hægt að versla og fá sent áfengi frá innlendum birgjum. Ljósmynd/Aðsend

Heimkaup hóf í dag að dreifa bjór, léttvíni og öðru áfengi í heimsendingu, en með þessum hætti geta neytendur nú nálgast mikið úrval matar og víns alla daga vikunnar og fengið sent heim samdægurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimkaupum.

Það er danska fyrirtækið Heimkaup ApS sem selur áfengið en Heimkaup (Wedo ehf) dreifir vörunni, ásamt þeim tugþúsunda vörunúmera sem í boði eru hjá Heimkaupum.

Fyrst um sinn verður hægt að versla og fá sent áfengi frá innlendum birgjum og má sjá vöruúrvalið á vef Heimkaupa.

„Þetta eru tímamót að mörgu leyti og ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa eðlilegu og sjálfsögðu þjónustu fram á kvöld á virkum dögum og báða helgardagana að auki. Það er löngu tímabært að bjóða upp á úrval af bjór og léttum vínum í vefverslun okkar og ég er viss um að viðtökurnar verða góðar,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK