Gróa ráðin forstöðumaður hjá Landsbankanum

Gróa Helga Eggertsdóttir.
Gróa Helga Eggertsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Gróa Helga Eggertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuvers Landsbankans.

Gróa er með B.Sc.-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU), með áherslu á verkefnastýringu. Hún er einnig með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Gróa var áður forstöðumaður Tækniþjónustu Nova. Þar áður var hún framkvæmdastjóri Þjónustusviðs Þjóðskrár og veitti Kortadeild N1 forstöðu. Hún hóf starfsferil sinn að námi loknu hjá Vodafone og gegndi þar m.a. starfi forstöðumanns Notendakerfa á Tæknisviði og starfi forstöðumanns þjónustuvers, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. 

Einstaklingar og fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Landsbankann fá fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf hjá þjónustuverinu, í síma, í gegnum tölvupóst og netspjall. Þjónustuverið er með starfstöðvar í Reykjavík og á Akureyri og einnig er starfsfólk á Ísafirði og í Þorlákshöfn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK