Lýsir starfsháttum Pútíns í nýrri bók

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Bókin Ofsóttur eftir Bill Browder er komin út í íslenskri þýðingu. Í bókinni segir Browder frá baráttu sinni til að ná fram réttlæti vegna morðsins á fyrrverandi starfsmanni sínum, Sergej Magnítskíj, sem myrtur var af mönnum á vegum Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. Meðal þess sem fram kemur í bókinni er afhjúpun Browders á gríðarlega umfangsmiklu peningaþvætti sem Danske Bank stundaði í Eistlandi fyrir rússneska aðila. Vakti það mál mikla athygli, meðal annars á Íslandi.

„Ofsóttur er mögnuð saga þar sem Bill Browder lýsir því hvernig hann afhjúpaði viðleitni Pútíns og varmenna hans til að stela og þvætta milljarða bandaríkjadala frá Rússlandi,“ segir Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Almenna bókafélaginu, sem gefur bókina út hér á landi, í samtali við ViðskiptaMogga.

„Alla jafna væri þetta góð spennusaga en það sorglega er að þetta er raunveruleg frásögn. Nú eru allra augu á Rússlandi og þarna er varpað mynd á það hvernig landinu er stjórnað.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Bókin Ofsóttur eftir Bill Browder.
Bókin Ofsóttur eftir Bill Browder.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK