Verðbólgan sú hæsta síðan 2009

Verð á mat og drykk hefur hækkað um 0,8% á …
Verð á mat og drykk hefur hækkað um 0,8% á milli mánaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árshækkun vísitölu neysluverðs er 8,8% en verðbólgan hefur ekki mælst meiri síðan í októbermánuði árið 2009. Hækkaði vísitalan nú um 1,41% á milli mánaða en verðbólgan hækkaði um 1,2% frá því í maí þegar hún mældist 7,6%.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands

Þegar verðbólgan mældist síðast meiri, í októbermánuði 2009, mældist hún 9,7%. Síðan lækkaði hún verulega til ársins 2011 þegar hún fór aftur að rísa.

Graf/Hagstofan

10,4% hækkun á bensíni og olíum

Verð á mat og drykk hefur hækkað um 0,8% á milli mánaða en kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 2,9%. Þá reis verð á bensíni og olíum um 10,4%.

„Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 6,5%,“ segir á vef Hagstofunnar.

„Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júní 2022, sem er 547,1 stig, gildir til verðtryggingar í ágúst 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.802 stig fyrir ágúst 2022.“

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK