Efnahagsleg velferð muni mæta afgangi

Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins.
Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Við yrðum verr sett sem samfélag ef við ætluðum að fórna verðmætasköpun orkusækins iðnaðar til að framleiða rafeldsneyti í þágu orkuskipta,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Hann kveðst ósammála afstöðu Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, sem kom fram í Morgunblaðinu í vikunni og segir það ekki duga að forgangsraða þeirri orku sem er þegar framleidd til að mæta aukinni orkuþörf, í stað þess að fjölga virkjunum. Þá bendir hann á að Ísland hafi hagnast riíkulega á orkusæknum iðnaði.

Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir með Sigurði og segist ósammála afstöðu Auðar Önnu til orkumála. „Athugasemdir framkvæmdastjóra Landverndar staðfesta það sem Viðskiptaráð bendir á. Það að velferð á Íslandi færi áratugi aftur í tímann ef farið yrði eftir ráðleggingum samtakanna og við myndum þá dragast aftur úr hvað varðar lífskjör miðað við samanburðarþjóðir,“ segir Jóhannes.

Jóhannes Stefánsson hjá Viðskiptaráði.
Jóhannes Stefánsson hjá Viðskiptaráði. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson

Jákvætt að fá staðfestingu

Hann segir þó jákvætt að fá staðfestingu á því frá Landvernd að efnahagsleg velferð mæti afgangi. Þá segir hann það ekki nægja að lífskjör standi í stað en haft var eftir Auði Önnu í Morgunblaði þriðjudagsins að Landvernd legði til að lífskjör yrðu eins og þau eru í dag að teknu tilliti til fólksfjölgunar.

Jóhannes bendir einnig á að miðað við tillögu Landverndar muni Ísland verða eftirbátur nágrannalandanna þegar kemur að lífskjörum. 

Lengri umfjöllun má finna um málið í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK