Guðlaug Líney fer frá Flugfreyjufélaginu til Icelandair

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, fráfarandi formaður Flugfreyjufélagsins.
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, fráfarandi formaður Flugfreyjufélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir hefur óskað eftir að láta af störfum sem formaður Flugfreyjufélags Íslands og mun hefja störf sem deildarstjóri launadeildar Icelandair. Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is. 

„Ég hlakka bara til að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Guðlaug.

Áður hafði hún greint frá starfslokunum í færslu í lokuðum facebookhópi flugfreyja. Þar þakkaði hún fyrir gott starf og sagðist ganga stolt frá borði. „Þessi tími hefur verið annasamur og litríkur,“ segir í færslunni.

„Saman höfum við náð árangri í ýmsum málum og óska ég félaginu og ykkur öllum velfarnaðar í starfi.“

Formaður frá því í fyrra

Guðlaug hefur verið formaður Flugfreyjufélagsins frá því í júní 2021 en var starfandi formaður í verkföllum flugfreyja árið 2020. Þau verkföll fylgdu í kjölfar fjöldauppsagna Icelandair.

Icelandair endurréði margar af þeim flugfreyjum sem sagt var upp en fór ekki eftir starfsaldri.

Tekist var á um þær endurráðningar í félagsdómi nú í vor með sigri Flugfreyjufélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka