Rapyd fær samþykki fyrir kaupum á Valitor

Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun.
Höfuðstöðvar Valitor við Dalshraun. Ljósmynd/Valitor

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur samþykkt kaup ísraelska fjármálafyrirtækisins Rapyd á íslenska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallarinnar, en Arion er nú eigandi Valitor. Samkeppniseftirlitið hafði heimilað kaupin fyrir sitt leyti undir lok maí sl.

Allir fyrirvarar hafa því verið uppfylltir í samkomulagi Arion og Rypyd um kaup á Valitor, en upphaflega var tilkynnt um söluna 1. júlí í fyrra. Gengið verður frá kaupunum á næstu vikum, en áætlaður hagnaður Arion af sölunni er um 5,5 milljarðar króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK