Áfengissala netverslana aðeins kærð tvisvar

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins tvisvar var lögð fram kæra hjá lögreglu vegna ólöglegrar netsölu á áfengi á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í svari Jón Gunnarssonar við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, um netsölu áfengis innan lands.

Eins og greint hefur verið frá hafa nokkrir aðilar hafið að selja áfengi í netsölu hér á landi í gegnum erlenda kennitölu. Til að mynda hófu Heimkaup á miðvikudaginn að dreifa bjór, léttvíni og öðru áfengi í heimsendingu. 

Óskaði Jón eftir upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra um fjölda mála þar sem netverslun hefur verið kærð fyrir að brjóta gegn fjórðu grein áfengislaga sem bannar innflutning, heildsölu og smásölu áfengis í atvinnuskyni. 

Í svari Jóns við fyrirspurn Steinunnar kemur fram að frá árinu 2017 og fram til 15. júní 2022 hafi aðeins komið upp tvö mál þar sem kæra var lögð fram hjá lögreglu vegna ólöglegar netsölu fyrirtækja með áfengi innan lands. 

Getur ekki svarað spurningum um rannsókn

Spyr Steinunn þá í fyrirspurn sinni hvort að ráðist hafi verið í rannsókn á ólöglegri netsölu áfengis innanlands í kjölfar þess að kærurnar voru lagðar fram.

Jón tekur þá fram að lögreglu beri skylda samkvæmt lögum til að afgreiða kærur sem berist til hennar. Ítrekar hann þó að samkvæmt lögum sé lögreglu heimilt að vísa kæru frá ef ekki þyki efni til að hefja rannsókn.

Slík ákvörðun er alfarið í höndum lögreglu,“ segir Jón í svari sínu og bætir við að samkvæmt grundvallarsjónarmiðum að meðferð sakamála eigi pólitískir valdhafar ekki að hafa afskipti af meðferð mála hjá lögreglunni eða rannsókn þeirra.

Bendir hann á að dómsmálaráðherra hafi ekki heimild til að óska eftir upplýsingum um stöðu einstakra mála eða hvernig rannsókn þeirra miðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK