Skref í því að efla konur

Athafnakonurnar Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjónsdóttir settu á laggirnar …
Athafnakonurnar Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjónsdóttir settu á laggirnar netverslun sem selur alls kyns heilsueflandi blöndur.

Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, þáttastjórnendur Normsins og athafnakonur, opnuðu nýverið netverslunina Bohéme húsið. Sylvía segir í samtali við ViðskiptaMogga að þegar þær hafi komið auga á heilsuvörurnar frá Apothékary Co. þá hafi þetta smellpassað fyrir þær. Þær hafa báðar mikinn áhuga á heilsu og að sögn Sylvíu höfðu þær lengi verið að leita að vörum af þessu tagi með svokölluðum aðlögunarefnum sem eiga að vera heilsubætandi. „Þú færð frábær gæðahráefni í tilbúinni blöndu, mjög flott vörumerki og gott verð miðað við hvað þetta eru dýr hráefni. Okkur fannst þetta eiginlega sjálfgefið.

Allt 100% náttúrulegt

Þetta er allt 100% náttúrulegt, jurtir og rótir sem gera okkur gott. Ég var búin að vera í heilsumarkþjálfaranum og læra um mikið af hráefnunum sem eru í blöndunum,“ segir Sylvía og bætir því við að hún grínist oft með það að hráefnin hafi verið blessuð af munkum í Himalajafjöllunum. „Það er ótrúlega erfitt að fá þessi hráefni og sérstaklega þannig að það sé á svona hreinu formi til þess að þú fáir sem mest út úr þeim.“ 

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK