Spaðinn hættir starfsemi

Þórarinn Ævarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Spaðans.
Þórarinn Ævarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Spaðans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veitingastaðurinn Spaðinn hefur lokað eftir ríflega tveggja ára starfsemi.

Í tilkynningu frá Þórarni Ævarssyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Spaðans, segir að rekstur  fyrirtækisins hafi „af ýmsum ástæðum gengið erfiðlega undanfarið og hafa eigendur fyrirtækisins leitað allra leiða til að halda rekstrinum gangandi án árangurs“.

Þar kemur einnig fram að skuldir Spaðans séu nær einvörðungu við eigendur fyrirtækisins en þar sem rekstrargrundvöllur er brostinn er það mat eiganda að réttast sé að hætta starfsemi.

Því var síðasti starfsdagur þess í gær, sunnudaginn 3. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK