Eykur kostnað á hverja íbúð um milljónir

Framkvæmdir eru fjármagnaðar á óverðtryggðum vöxtum.
Framkvæmdir eru fjármagnaðar á óverðtryggðum vöxtum. Eggert Jóhannesson

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir vaxtahækkanir Seðlabankans undanfarið hafa í för með sér að fjármagnskostnaður verktaka muni hækka um milljónir króna á dæmigerða íbúð í fjölbýli.

Meginvextir Seðlabankans voru 4,5% vorið 2019 en voru lækkaðir niður í 0,75% í nóvember 2020. Þeir hafa svo verið hækkaðir í áföngum í 4,75%.

Þorvaldur Gissurarson.
Þorvaldur Gissurarson.

„Þetta hefur náttúrulega töluverð áhrif á fjármögnunarkostnað. Byggingarkostnaður lækkaði á sínum tíma með lægri vöxtum en hækkaði á ný þegar vextir voru hækkaðir.

Yfirleitt óverðtryggðir vextir

Við samanburð nú þarf að taka tillit til þess að þessi verkefni eru yfirleitt fjármögnuð á óverðtryggðum vöxtum. Vaxtastig á óverðtryggðum framkvæmdalánum er nú um og yfir 10% og fer hækkandi. Það eru tölur sem hafa ekki sést lengi. Það þarf því að horfa á þær tölur þegar verið er að skoða framkvæmdakostnað og fjármögnunarkostnað.

Því má búast við að fjármögnunarkostnaður yfirstandandi verkefna, og verkefna sem verða í gangi næstu tvö árin, verði töluvert hærri en hann var árið 2019 og mun hærri en árin 2020 og 2021.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK