Höfðu ólíka framtíðarsýn um Festi

Guðjón Reynisson ræðir framtíð Festar við ViðskiptaMoggann í dag.
Guðjón Reynisson ræðir framtíð Festar við ViðskiptaMoggann í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ekki óalgengt að mannabreytingar séu tilkynntar með þessum hætti,“ segir Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festar, í samtali við ViðskiptaMoggann í dag, spurður nánar um aðdraganda þess þegar tilkynnt var í byrjun júní að Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóri, hefði óskað eftir því að láta af stöfum þegar raunin var sú að stjórn félagsins vildi skipta um forstjóra.

Guðjón segir að Eggert Þór hafi staðið sig vel sem forstjóri en stjórn félagsins hefði, eftir töluverða vinnu við að meta hvernig hægt væri að sjá félagið vaxa á komandi misserum og takast á við nýjar áskoranir, talið að þörf væri á nýjum aðila til að stýra félaginu inn á nýtt vaxtarskeið.

„Jafnvel sigursæl íþróttalið þurfa stundum að skipta um þjálfara eða gera aðrar breytingar til að ná árangri síðar. Það má að einhverju leyti líkja þessu saman. Þó svo að margt hafi verið vel gert í fortíð þarf að horfa til allra þátta þegar litið er til framtíðar,“ segir Guðjón.

Í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag ræðir Guðjón um þessa ákvörðun stjórnarinnar og eftirmál hennar, þær áskoranir sem Festi stendur frammi fyrir og þá framtíðarsýn sem stjórnendur félagsins þurfa að hafa. Þá svarar hann einnig þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á stjórnina og ræðir ástæðuna fyrir því að stjórnin hafi boðað til hluthafafundar í næstu viku í þeim tilgangi að endurnýja umboð sitt.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK