Mögulega of hart stigið á bremsuna

Yngvi Arnar Kristinsson var gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum.
Yngvi Arnar Kristinsson var gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum. mbl.is

Hætt er við því að Seðlabanki Íslands hafi stigið of fast á bremsuna að undanförnu til þess að hemja fasteignamarkaðinn. Þetta er mat Yngva Arnar Kristinssonar hagfræðings sem er gestur Dagmála í dag. Segir hann að mikill þrýstingur á stóraukið framboð á markaði með nýbyggingar og aðgerðir bankans kunni að valda talsverðu misgengi á markaðnum á komandi mánuðum.

„Hættan er sú að þarna sé of hratt gengið fram og að þarna fari saman skörp lækkun í eftirspurn og framboðsbylgja sem komi út úr þessu í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar um að hér þyrfti að byggja 4.500 íbúðir á ári og einhver svona rosalegur æsingur sem myndaðist að mínu mati. Menn gætu komið sér í klípu með því.“

Áhrifin komi síðar fram

Bendir Yngvi á að það taki um 2 til 3 ár að byggja íbúðir og ákvarðanir nú komi því seinna fram. Hið sama megi segja um vaxtahækkanir sem hríslist út í kerfið á mislöngum tíma eftir því hvar þær hafi áhrif. „Ráðgjöf hagfræðinga hefur sögulega verið að ganga hægt fram. Gera ekki miklar breytingar á markaðnum á skömmum tíma. Það er mikið félagslegt réttindamál að hafa aðgengi að húsnæði.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag og áskrifendur geta horft á viðtalið í heild hér fyrir neðan. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK